NTC

World Class kaupir Átak

World Class kaupir Átak

Líkamsræktarrisinn World Class hefur fest kaup á heilsuræktarstöðvum Átaks á Akureyri. Greint er frá tíðindunum á vef World Class.

Átak rekur tvær stöðvar á Akureyri, aðra við Skólastíg en hina við Strandgötu.

„Fyrst um sinn verður Átak rekið með sama sniði og starfsfólki og verið hefur. Verðskrár verða samræmdar en það þýðir töluverð lækkun fyrir viðskiptavini á Akureyri. Þá munu kort World Class og Átaks gilda bæði á Akureyri og öðrum stöðvum World Class,” segir á vef World Class.

Fyrir starfrækir World Class alls tólf líkamsræktarstöðvar sem staðsettar eru í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði, Mosfellsbæ, Seltjarnarnesi og á Selfossi.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó