NTC

Wok On lokað á Akureyri

Wok On lokað á Akureyri

Lögreglan hóf umfangsmiklar aðgerðir í dag víða um land vegna gruns um mansal, peningaþvætti, og skipulagða glæpastarfsemi. Aðgerðirnar hafa meðal annars beinst að fyrirtækjum Davíðs Viðarssonar, líkt og Wok On, Pho Vietnam og Vy-þrifum. Aðgerðirnar fara fram á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Suðurnesjum og Norðurlandi eystra og standa þær enn yfir.

Aðgerðirnar hafa haft þær afleiðingar að Wok On í Krónunni á Akureyri hefur verið lokað þar sem Krónan hefur slitið leigusamningi sínum við Wok On.

Wok On hóf starfsemi á Akureyri 1. desember 2022 samhliða opnun Krónunnar.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó