NTC

While We Wait tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna

While We Wait tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna

Tónlistarkonan Rakel Sigurðardóttir frá Akureyri er tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir tónlistarárið 2022. Rakel er tilnefnd fyrir plötu ársins í opnum flokki fyrir plötuna While We Wait sem hún gaf út ásamt tónlistarkonunum Salóme Katrínu og ZAAR.

Sjá einnig: Rakel, Salome Katrín og Zaar fluttu lagið While We Wait í Vikunni með Gísla Marteini

Þann 25. febrúar 2022 gáfu tónlistarkonurnar saman út splitt-skífuna While We Wait sem samanstendur af sjö lögum, tveimur eftir hverja tónlistarkonu og einu sem þær sömdu í sameiningu og er einmitt titillag plötunnar, While We Wait.

Salóme Katrín, RAKEL & ZAAR (Sara) búa allar og starfa í Reykjavík. Þær kynntust við nám í tónlistarskóla FÍH árið 2018 þegar Sara kom sem skiptinemi frá Danmörku og hafa verið óaðskiljanlegar síðan – bæði sem vinir og sem tónlistarkonur. Síðastliðin ár hafa þær allar stigið fram á sjónarsviðið á ólíkum tímum. ZAAR gaf út stuttskífuna sína Lost My Sense of Humour árið 2019, Salóme Katrín fylgdi svo með stuttskífunni Water árið 2020 og RAKEL gaf út stuttskífuna Nothing Ever Changes árið 2021.

Rakel syngur einnig á laginu Runaway með hljómsveitinni Lón sem er tilnefnt sem lag ársins í opnum flokki. Allar tilnefningar má sjá á vef Íslensku tónlistarverðlaunanna með því að smella hér.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó