Framsókn

Vorsýningin opnuð á laugardaginnJónborg Sigurðardóttir - Jonna, Sjúkdómar, 2018.

Vorsýningin opnuð á laugardaginn

Laugardaginn 18. maí kl. 15 verður sýningin Vor opnuð í Listasafninu á Akureyri. Þar sýna 30 norðlenskir myndlistarmenn verk sín sem er ætlað að gefa innsýn í líflega flóru myndlistar á Akureyri og Norðurlandi. Sýningin er tvíæringur og afar fjölbreytt, bæði hvað varðar aðferðir og miðla. Til sýnis verða m.a. málverk, videóverk, skúlptúrar, ljósmyndir og teikningar. Sambærileg sýningin var síðast haldin í Listasafninu sumarið 2017.

Í febrúar síðastliðnum auglýsti Listasafnið á Akureyri eftir umsóknum um þátttöku í áðurnefndri sýningu og var forsenda umsóknar að myndlistarmenn búi eða starfi á Norðurlandi eða hafi tengingu við svæðið. Alls bárust yfir 100 verk og sérstaklega skipuð dómnefnd valdi verk eftir 30 listamann. Dómnefndina skipuðu Almar Alfreðsson vöruhönnuður, Haraldur Ingi Haraldsson myndlistarmaður, Hlynur Hallsson safnstjóri Listasafnsins á Akureyri, Rósa Kristín Júlíusdóttir kennari og myndlistarmaður og Vigdís Rún Jónsdóttir listfræðingur. Sýningarstjóri er Hlynur Hallsson.

Listamennirnir sem taka þátt í sýningunni eru: Arna Valsdóttir, Árni Jónsson, Baldvin Ringsted, Bergþór Morthens, Brynhildur Kristinsdóttir, Brynja Baldursdóttir, Eiríkur Arnar Magnússon, Fríða Karlsdóttir, Habby Osk, Heiðdís Halla Bjarnadóttir, Hekla Björt Helgadóttir, Helga Pálína Brynjólfsdóttir, Helga Sigríður Valdimarsdóttir, Hólmfríður Vídalín Arngrímsdóttir, Jonna–Jónborg Sigurðardóttir, Joris Rademaker, Kristín Jónsdóttir frá Munkaþverá, Lilý Erla Adamsdóttir, Mari Mathlin, Ragnheiður Björk Þórsdóttir, Rebekka Kühnis, Rósa Njálsdóttir, Samúel Jóhannsson, Sara Björg Bjarnadóttir, Sigríður Huld Ingvarsdóttir, Sigurður Mar Halldórsson, Snorri Ásmundsson, Stefán Boulter, Svava Þórdís Baldvinsdóttir Júlíusson og Þórdís Alda Sigurðardóttir.

Vor stendur til 29. september og verður opin alla daga kl. 10-17. Gefin hefur verið út  vegleg sýningarskrá á íslensku og ensku og reglulega verða leiðsagnir um sýninguna með þátttöku listamanna. Leiðsögn um sýningar Listasafnsins er alla fimmtudaga, á íslensku kl. 16 og á ensku kl. 16.30.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó