NTC

Vorsýning félagsmiðstöðva fólksins

Vorsýning félagsmiðstöðva fólksins

Félagsmiðstöðvar fólksins bjóða til tveggja daga sýningar í Sölku, Víðilundi 22.

 Vorsýningin verður tveggja daga veisla þar sem listir og handverk munu flæða um allt og ljúffengt kruðerí bíður eftir að bragðað verði á því.

Samfélagsverkefni annarinnar verður afhent til barnadeildar SAK og Áslaug okkar allra verður með glæsilega kjólasýningu.

Lítið við og sjáið brot af afrakstri skapandi vetrarstarfs miðstöðvanna. Hver veit nema þið fáið innblástur fyrir næsta vetur!

Sambíó

UMMÆLI