Vorið vaknar söngleikur næstur á dagskrá hjá MAk

Vorið vaknar söngleikur næstur á dagskrá hjá MAk

Menningarfélag Akureyrar setur upp hinn margverðlauna söngleik, Vorið vaknar (e. Spring Awakening), á næsta leikári. Söngleikurinn er byggður á samnefndu þýsku leikriti frá 1891 eftir Frank Wedekind og fjallar um tilfinningarót og fyrstu kynlífsreynslu unglinga í ófrjálslyndu og þröngsýnu samfélagi Þýskalands á 20. öld.

Marta Nordal, leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar, mun leikstýra verkinu en listrænir stjórnendur eru þeir sömu og í söngleiknum Kabarett sem Leikfélag Akureyrar setti upp í byrjun þessa leikárs. Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson verður tónlistarstjóri, Auður Ösp Guðmundsdóttir sér um leikmynd og búninga, Ólafur Ágúst Stefánsson lýsinguna og danshöfundur verður Lee Proud.

Uppfærsla söngleiksins á Broadway árið 2006, með leikkonuna Leia Michele innanborðs, hlaut átta Tony Awards og þar á meðal sem besti nýi söngleikurinn. Uppsetningin vann þar að auki fjölda annarra verðlauna og tilnefninga.

Haldnar verða áheyrendaprufur fyrir sýninguna en tímasetningin verður auglýst síðar. Söngleikurinn verður frumsýndur í Samkomuhúsinu í janúar.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó