Brasstríó Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands leikur verk eftir Poulenc, Bizet, Hull, Mozart og Bach.
Síðustu tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands á þessu starfsári eru laufléttir kammertónleikar með Brasstríói Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands. Efnisskráin er létt og skemmtileg eins og vorvindurinn, blanda af þekktum þjóðlögum og verkum höfuðtónskálda sígildrar tónlistar.
Tónleikarnir verða haldnir annan í hvítasunnu, þann 21. maí, kl. 16:00 í Hofi.
Miðasala er hafin á mak.is.
Brasstríó Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands:
Franskt horn: Ella Vala Ármannsdóttir
Básúna: Carlos Caro Aguilera
Trompet: Vilhjálmur Sigurðarson
UMMÆLI