NTC

Vopnaðir sérsveitarmenn á Fiskidögum

Frá Fiskidögum. Mynd af heimasíðu Fiskidaga

Fiskidagurinn mikli verður haldinn hátíðlegur á Dalvík um næstu helgi en þessi hátíð hefur fyrir löngu fest sig í sessi og árlega sækja tugþúsundir gesta þetta 1500 manna sjávarpláss heim í tengslum við Fiskidagana.

Í ár verða vopnaðir sérsveitarmenn meðal þeirra sem sinna löggæslu á svæðinu en mikill viðbúnaður verður á Dalvík enda um að ræða fjölsóttusta viðburð Íslands utan höfuðborgarsvæðisins. Það er RÚV sem greinir frá þessu.

Í frétt RÚV er vitnað í Höllu Bergþóru Björnsdóttur, lögreglustjóra á Norðurlandi eystra, sem segir að undirbúningur lögreglu fyrir fjölmennar samkomur hafi verið með öðrum hætti í sumar en áður. ,,Það hefur verið meiri áhersla á að tryggja mannsöfnuðina, að ekki sé hægt að keyra inn í þá eða aðeins meiri hugsun á bak við það,“ segir Halla.

Jafnframt segir Halla að 12-13 almennir lögreglumenn auk sérsveitarmannanna tveggja verði á Dalvík þegar hátíðin nær hápunkti, þ.e. á laugardagskvöldinu en um 30 þúsund manns mættu á Fiskidaga í fyrra. Þá verður umferðatálmunum komið fyrir, ýmist í formi bíla eða gáma.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem vopnaðir sérsveitarmenn vakta stóra viðburði á Íslandi en það vakti mikil viðbrögð þegar sérsvetin stóð vaktina í Color-Run í Reykjavík fyrr í sumar. Þá sagði Ríkislögreglustjóri að það væri gert vegna aukinnar hættu á voðaverkum, í kjölfar hryðjuverka í nágrannalöndum.

Sambíó

UMMÆLI