Rán var framið í kjörbúð á Akureyri í morgun. Karlmaður á þrítugsaldri er í haldi lögreglunnar eftir að lögreglunni tókst að rekja ferðir mannsins í nýföllnum snjónum.
Maðurinn ógnaði starfsfólki verslunarinnar með hníf og komst með óverulega upphæð út úr versluninni.
Samkvæmt lögreglunni á Akureyri var maðurinn talinn vera bæði undir áhrifum áfengis og fíkniefna.
Fram kemur í færslu lögreglunnar að maðurinn hafi ekki veitt mótspyrnu við handtöku. Hann er nú vistaður í fangageymslu þangað til hægt verður að yfirheyra hann.
Starfsfólki verslunarinnar var boðin áfallahjálp og verður ákvörðun um gæsluvarðhald tekin í kvöld.
UMMÆLI