NTC

Skýrsla um flugslysið fjórum árum síðar

Skýrslu, um flugslysið sem varð við rætur Hlíðarfjalls í ágúst 2013, má vænta nú í sumar. Þetta kemur fram á vef Rúv. Flugvél á vegum Mýflugs brotlenti á akstursbrautinni við rætur Hlíðarfjalls með þeim afleiðingum að tveir létust og einn slasaðist alvarlega.

Rannsóknarnefnd samgönguslysa sér um gerð skýrslunnar og hefur gerð hennar verið frestað ítrekað. Nú er þó svo komið að skýrslan er í umsagnarferli hjá Mýflugi og framleiðanda vélarinnar, Beechcrarft og því á lokastigi. Áætlað er að lokaútgáfa skýrslunnar verði birt á vef Rannsóknarnefndar samgönguslysa fyrir næsta haust en þá eru liðin 4 ár frá slysinu.

Mynd: úr skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa

 

Sambíó

UMMÆLI