NTC

Von á 15 þúsund manns í bæinn á Eina Með Öllu

Von á 15 þúsund manns í bæinn á Eina Með Öllu

Fjölskylduhátíðin Ein Með Öllu fer fram á Akureyri yfir Verslunarmannahelgina. Ída Irene Oddsdóttir, skipuleggjandi og viðburðarstjórnandi hátíðarinnar, settist niður með Hákoni Orra, blaðamanni Kaffið.is, og ræddi um hátíðina fyrir KaffiðTV. Hátíðinni var hleypt af stað í gærkvöldi með su­mar­kjóla og freyðivíns­hlaupi í Kjarn­ar­skógi. 

„Núna um helgina verður alveg rosalega mikið í boði. Þá sérstaklega á laugardeginum sem er alltaf stærstur viðburðalega séð. Við erum með rosalega mikið í gangi á Ráðhústorgi í ár og erum að reyna að færa stemninguna svolítið aftur þangað,“ segir Ída.

Sjá einnig: Tónlistarfólk frá Akureyri og nágrenni sem treður upp á Einni Með Öllu

Ída segir að miðbærinn hafi gleymst svolítið undanfarin ár þegar viðburðir hafi verið skipulagðir víða um bæinn. Til að mynda mun viðburðurinn Mömmur og möffins sem hefur alltaf verið í Lystigarðinum á Ráðhústorgi.

Hún segir að skipuleggjendur reikni með um 15 þúsund gestum í bæinn yfir helgina og miklu stuði. Í spilaranum hér að neðan má sjá viðtalið í heild sinni þar sem Ída fer nánar yfir dagskránna og svarar til að mynda hvort kokteilsósa eigi heima á einni með öllu.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó