Völsungur vann KA

Völsungur og KA mættust í spennandi rimmi í Mizuno deild kvenna í blaki. Fyrir leikinn voru liðin jöfn að stigum í 5.-7. sæti deildarinnar ásamt Þrótti Reykjavík.

Leikurinn var nokkuð sveiflukenndur og sést það helst á því að liðin skiptust á að vinna hrinurnar. Fyrstu hrinunni lauk með 21-25 sigri Völsungs, þeirri annarri með 25-16 sigri KA, þriðju með 19-25 sigri Völsungs, þeirri fjórðu með 25-19 sigri KA og oddahrina því raunin. Oddahrinan hefði ekki getað tapast naumar og lauk henni ekki fyrr en eftir upphækkun, 15-17 og 2-3 tap því raunin.

KA fer því í jólafrí í 6. sæti deildarinnar með 6 stig eftir 9 leiki. Völsungur er einu stigi á undan eftir 8 leiki og Þróttur Reykjavík vermir botninn með einu færri stig en KA eftir jafn marga leiki.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó