Vodafone opnar nýja verslun á Glerártorgi

Vodafone opnar nýja verslun á Glerártorgi

Vodafone hefur opnað nýja verslun á Glerártorgi á Akureyri. Sta­f­ræn upp­lif­un og hringrás fjar­skipta­tækja er höfð að leiðarljósi í versl­un­inni samkvæmt tilkynningu Vodafone.

„Voda­fo­ne legg­ur áherslu á að ein­falda þjón­ustu með sta­f­ræn­um lausn­um en við hönn­un á versl­un var lögð rík áhersla á sta­f­ræna upp­lif­un og sjálf­bærni. Versl­un­in er búin 6 skjám meðal ann­ars stærsta hring­skjá lands­ins í loft­inu.“

Nýja versl­un­in á Ak­ur­eyri er fyr­ir­mynd af framtíðar­hönn­un annarra upp­lif­un­ar­versl­ana Voda­fo­ne en til stend­ur að breyta öll­um versl­un­um Voda­fo­ne í upp­lif­un­ar versl­an­ir.

Bjarni Freyr Guðmunds­son, rekstr­ar­stjóri Voda­fo­ne á Norður­landi, seg­ir í til­kynn­ingu að upp­lif­un viðskipta­vina skipti ávallt máli.

„Öll hönn­un á fram­setn­ingu á búnaði tengd­um fjar­skipt­um, heim­il­inu og afþrey­ingu var hannað með end­ur­gjöf viðskipta­vina að leiðarljósi. Skjá­v­irkn­in ein­fald­ar okk­ur miðlun til viðskipta­vina og lág­mark­ar sóun sem fer í það að prenta út merk­ing­ar. Við erum í skýj­un­um með viðtök­urn­ar á nýju versl­un­inni og tök­um vel á móti fólki í dag með ýms­um óvænt­um uppá­kom­um og góm­sæt­um veit­ing­um,“ er haft eft­ir hon­um.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó