VMA mætir ME í Gettu betur í kvöld

VMA mætir ME í Gettu betur í kvöld

Gettu betur lið VMA verður í eldlínunni í kvöld í annarri umferð keppninnar og mætir þá liði Menntaskólans á Egilsstöðum. Í fyrstu umferð keppninnar hafði VMA-liðið betur gegn liði Verkmenntaskóla Austurlands í Neskaupstað. Lið VMA skipa Þórir Nikulás Pálsson, Theodóra Tinna R. Kristínardóttir og Emilía Björt Hörpudóttir. Fjallað er um Gettu Betur á vef VMA í í dag.

Fyrstu umferð keppninnar lauk á mánudag í síðustu viku og í kjölfarið var dregið í næstu umferð keppninnar sem hefst í kvöld. Viðureign ME og VMA verður sú síðasta í kvöld og hefst kl. 20:30.

Menntaskólinn á Akureyri mætir Flensborgarskólanum í Hafnarfirði næstkomandi fimmtudag 23. janúar.

Nánar á vef VMA

Sambíó
Sambíó