Gettu Betur, spurningakeppni framhaldsskólanna hófst í gær. Lið Verkmenntaskólans á Akureyri mætti Verkmenntaskóla Austurlands í lokaviðureign kvöldsins og tryggði sig áfram í næstu umferð keppninnar.
Lið VMA skipa Þórir Nikulás Pálsson, Theodóra Tinna R. Kristínardóttir og Emilía Björt Hörpudóttir. Þau höfðu betur gegn Verkmenntaskólanum á Austurlandi 20-11.
Liðið hefur unnið hörðum höndum að undirbúningi sínum undanfarnar vikur og hefur notið leiðsagnar Baldurs Sverrissonar, sem hefur þjálfað Gettu betur lið VMA líkt og í fyrra.
Lið fjögurra skóla tryggðu sig áfram á fyrsta kvöldi keppninnar; Verzlunarskóla Íslands, Menntaskólans í Reykjavík, Fjölbrautaskólans í Breiðholti og Verkmenntaskólans á Akureyri.
Mynd: RÚV – Ólafur Göran Ólafsson Gross
UMMÆLI