NTC

VMA býður upp á kvöldnám í rafvirkjun á vorönn

VMA býður upp á kvöldnám í rafvirkjun á vorönn

Fyrirhugað er að bjóða upp á kvöldskóla í rafvirkjun á vorönn 2023, ef næg þátttaka fæst. Miðað er við að nemandi hafi náð 20 ára aldri og/eða hafi viðeigandi starfsreynslu. Nemendur sem hafa undirgengist raunfærnimat fá viðkomandi áfanga metna. Ef fleiri sækja um nám á brautinni en skólinn getur tekið við getur inntökuviðmið orðið hærra en lágmarkið. 

Miðað verður við kennslu faggreina þrjá til fjóra daga í viku mánudaga til fimmtudaga eftir klukkan 16:00. Almennar greinar, t.d. íslensku og stærðfræði, þurfa nemendur að taka í dagskóla, fjarnámi eða hjá símenntunarmiðstöðvum en æskilegt er að almennum greinum sé að mestu lokið. 

Námið er fjórar annir í skóla. Til viðbótar við skólatímann kemur áskilinn samningur hjá meistara þar sem nemendur vinna að verkþáttum skv. rafrænni ferilbók.  

Umsókn um nám í rafvirkjun í kvöldskóla 

Umsóknarfrestur er til 20.nóvember.

Nánari upplýsingar um námið veitir Anna María Jónsdóttir, sviðsstjóri verknáms VMA, á netfanginu anna.m.jonsdottir@vma.is 

Haukur Eiríksson, brautarstjóri rafdeildar VMA, á netfanginu haukur.eiriksson@vma.is

Skoða á vma.is

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó