Vísindaskólinn opnar dyrnar í sjötta sinn

Vísindaskólinn opnar dyrnar í sjötta sinn

Vísindaskóli unga fólksins verður starfræktur í sjötta sinn í lok júní og er búið að opna fyrir skráningu. Börn á aldrinum 11-13 ára geta nýtt sér þetta tilboð. Fimm þemu verða í boði og eru þau öll ný. Fjallað verður um fjölmenningarsamfélagið, orkugjafa og umhverfismál, rekstur bæjarfélags, landbúnað og starfsemi líkamans. Öll þemun eru uppbyggð þannig að þau henti þessum aldurshópi og eru bæði fræðandi og skemmtileg.

„Eftir allt sem á undan er gengið vegna COVID-19 teljum við enn meiri þörf en áður að geta boðið börnum upp á þetta áhugaverða skólastarf. Allar samskiptareglur vegna COVID verða virtar og við vonumst til þess að húsnæði Háskólans á Akureyri sem hýsir Vísindaskólann muni iða af lífi í vikunni 22-26 júní“, segir Sigrún Stefánsdóttir, sem hefur verið skólastjóri Vísindaskólans frá upphafi.

Sigrún segir að hlutföll kynjanna í Vísindaskólanum hafi verið mjög jöfn undanfarin ár, þ.e.a.s. jafnmargir drengir og stúlkur. Skólinn á sér marga stuðningsaðila í bæjarfélaginu en þessi stuðningur er forsenda þess að hægt sé að reka skólann.

Frétt af vef Háskólans á Akureyri, www.unak.is.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó