Virkið og Grófin fengu styrk

Guðrún Þórs tekur við styrknum fyrir hönd Virkisins

Virkið og Grófin Geðverndarmiðstöð voru á meðal þeirra sem fengu styrk frá VIRK að þessu sinni. Virkið er þverfaglegt úrræði fyrir ungt fólk á villigötum.

Virkið sem staðsett er í Ungmennahúsinu Rósenborg mun starfa sem þjónustuborð á Eyjafjarðarsvæðinu með hagsmuni einstaklinga á aldrinum 16-20 ára að leiðarljósi. Markmiðið er að bæta þjónustu við ungt fólk á krossgötum með því að auðvelda aðgengi fyrir notandann, veita snemmtæka íhlutun, minnka líkur á að fólk falli á milli kerfa, samþætta þjónustu og úrræði, auðvelda tilvísunaraðilum að koma málum í réttan farveg og móta virkniúrræði. Nýlega skrifaði VIRK undir samstarfssamning um þetta verkefni ásamt öðrum heilbrigðis- og velferðarstofnunum á Eyjarfjarðarsvæðinu.

Starfsemi Grófarinnar er byggð á hugmyndafræði valdeflingar, batanálgunar og jafningjasamskipta og er markmið Grófarinnar m.a. að skapa tækifæri fyrir þá sem glíma við geðraskanir til að vinna í sínum bata, þar sem hver og einn tekur ábyrgð á sjálfum sér. Í Grófinni er aðgengi opið og gjaldfrjálst, fólk er velkomið, hvort heldur sem er í óformlegt spjall, hópastarfið, námskeið og mannfagnaði.

VIRK veitir styrki tvisvar á ári til virkniúrræða, rannsókna- og þróunarverkefna en VIRK er heimilt samkvæmt lögum 60/2012 að styrkja og stuðla með öðrum hætti að rannsóknum, þróun og uppbyggingu í atvinnutengdri starfsendurhæfingu m.a. með styrkveitingum. Ákvarðanir um styrkveitingar eru teknar af framkvæmdastjórn VIRK að fenginni umsögn frá sérfræðingum sjóðsins.

11 aðilar hlutu styrk að þessu sinni. Sérstaklega var horft til virkniúrræða miðuðum að ungu fólki og til rannsóknar- og þróunarverkefna tengdu ungu fólki í styrkveitingum VIRK nú m.a. vegna þess að hlutfall yngra fólks meðal einstaklinga í starfsendurhæfingu hjá VIRK hefur farið vaxandi undanfarin ár.

Um Ungmennahúsið segir: Akureyrarbær, Ungmennahúsið Rósenborg. Virkið, þverfaglegt úrræði fyrir ungt fólk á krossgötum.
Virkið sem staðsett er í Ungmennahúsinu Rósenborg mun starfa sem þjónustuborð á Eyjafjarðarsvæðinu með hagsmuni einstaklinga á aldrinum 16-20 ára að leiðarljósi. Markmiðið er að bæta þjónustu við ungt fólk á krossgötum með því að auðvelda aðgengi fyrir notandann, veita snemmtæka íhlutun, minnka líkur á að fólk falli á milli kerfa, samþætta þjónustu og úrræði, auðvelda tilvísunaraðilum að koma málum í réttan farveg og móta virkniúrræði. Nýlega skrifaði VIRK undir samstarfssamning um þetta verkefni ásamt öðrum heilbrigðis- og velferðarstofnunum á Eyjarfjarðarsvæðinu.

UMMÆLI

Sambíó