Vinsælt ferðatímarit fjallar um Skógarböðin: „Bláa lónið er komið með samkeppni“

Vinsælt ferðatímarit fjallar um Skógarböðin: „Bláa lónið er komið með samkeppni“

Travel and Leisure, vefur og tímarit sem fjallar um ferðalög og áfangastaði, birti í vikunni umfjöllun um Skógarböðin sem stefnt er á að opna við Akureyri í febrúar.

Travel and Leisure fær ríflega fimm milljónir gesta inn á vefinn í hverjum mánuði. Þar er fjallað um Skógarböðin en umfjöllunin kemur í kjölfar samstarfs Markaðsstofu Norðurlands við Íslandsstofu og stöðugra samskipta við erlend almannatengslafyrirtæki.

Í umfjölluninni er farið yfir það hvernig heitt vatn úr Vaðlaheiði verður notað í þessa heilsulind og sagt er að Bláa lónið sé komið með samkeppni. Þá er talað um að böðin muni eflaust trekkja að ferðafólk til Norðurlands.

Hér má lesa umfjöllun Travel and Leisure.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó