KA/Þór getur stigið stórt skref í átt að deildarmeistaratitlinum í 1.deild kvenna í handbolta í dag þegar liðið fær HK í heimsókn í KA heimilið klukkan 16.
KA/Þór trónir á toppi deildarinnar með tveggja stiga forskot á næsta lið sem er Fjölnir en þau lið mætast einmitt syðra í lokaumferð deildarinnar. Fari svo að KA/Þór vinni HK og Fjölnir tapi stigum gegn Víking R. á sama tíma er KA/Þór búið að tryggja sér efsta sætið.
Stelpurnar hafa verið algjörlega óstöðvandi á heimavelli í vetur og unnið alla heimaleiki sína til þessa.
Það verður mikið um dýrðir í KA heimilinu þar sem frítt er á leikinn og pylsur og gos í boði á meðan að birgðir endast.
UMMÆLI