NTC

Vinna er hafin við gerð nýrrar Sóknaráætlunar Norðurlands eystra

Vinna er hafin við gerð nýrrar Sóknaráætlunar Norðurlands eystra

Vinna er hafin við gerð nýrrar Sóknaráætlunar Norðurlands eystra sem mun taka gildi um áramót, en gildandi áætlun gildir út árið 2024. Boðið verður upp á vinnustofur fyrir þau sem vilja hafa áhrif á nýju áætlunina.

Opnað hefur verið fyrir skráningu sem fer fram hér. Á vinnustofunum verður fjallað um þrjá málaflokka Sóknaráætlunar Norðurlands eystra 2025-2030: Atvinnulíf, blómlegar byggðir og umhverfismál. Á vinnustofunum verður safnað saman verkefnahugmyndum fyrir næsta fimm ára tímabil. Ef þú kemst ekki á vinnustofu vegna nýrrar Sóknaráætlunar en ert með verkefnahugmynd þá má deila henni hérna.

SSNE vinnur nýja Sóknaráætlun fyrir Norðurland eystra í samráði við íbúa landshlutans. Haldnar verða 13 vinnustofur víðsvegar um landshlutann í ágúst og september.

Vinnastofan á Akureyri verður haldin í Brekkuskóla 10. september kl. 16-18.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó