Forsvarsmenn Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins (ÁTVR) gengu í morgun frá samningi við Klettás, eiganda Norðurtorgs á Akureyri um að opna Vínbúð í verslunarmiðstöðinni vorið 2024. Þetta kemur fram á vef Akureyri.net í dag.
Sjá einnig: Viðræður um opnun Vínbúðar á Norðurtorgi
Þar segir að Vínbúðin verði í 700 fermetra rými í nýbyggingu sem rís norðvestan við núverandi húsnæði Norðurtorgs.
„Það hefur ekki verið tekin ákvörðun hvort við munum hafa eina eða tvær Vínbúðir á Akureyri enda nokkuð langt í að Norðurtorgið verði tilbúið. Væntanlega verður möguleikarnir skoðaðir vandlega þegar nær dregur að ný Vínbúð verði opnuð,“ segir Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, við Akureyri.net.
UMMÆLI