Samþykkt var á fundi bæjarstjórnar á þriðjudag að slíta vinabæjarsamstarfi við Múrmansk í Rússlandi og að Akureyrarbær segi sig úr Northern Forum samtökunum sem eru að stærstum hluta samtök sveitarfélaga í Rússlandi. Þetta kemur fram á vef bæjarins.
Sjá einnig: Akureyrarbær hyggst slíta vinabæjarsamstarfi við Murmansk
Áður hafði verið fjallað um málið í bæjarráði en ályktun bæjarstjórnar er þessi:
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að taka undir bókun bæjarráðs, sem fordæmir innrás rússneskra stjórnvalda í Úkraínu og samþykkir þess vegna að slíta vinabæjarsamstarfi við Múrmansk. Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að Akureyrarbær segi sig úr samtökunum Northern Forum.
UMMÆLI