Viltu breytingar? Kjóstu þá breytingar

Viltu breytingar? Kjóstu þá breytingar

Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar

Nýr flokkur býður fram til Alþingiskosninganna. Stefnumál flokksins eru skýr. 

Meðal annars hugum við að íslenskunni og verndun hennar. Þó slíkt teljist ekki mikilvægt mál á þingi þá er það nú svo. Ef við leyfum breytingar á tungumálinu í því skyni að gera það kynlaust hleypum við úlfi í hænsakofa. Við ruglum saman málfræðilegu og líffræðilegu kyni. Svona eins og appelsínu og epli.

NTC

Arnar Þór Jónsson formaður Lýðræðisflokksins fær orðið

Lýðræðisflokkurinn var stofnaður á leifturhraða. Á leifturhraða tókst að stilla upp framboðslistum og bjóða fram í öllum kjördæmum. Í framhaldi hafa dunið á frambjóðendum spurningalistar, viðtalsbeiðnir, framboðsfundir, sjónvarpsupptökur o.s.frv. 

Þegar hraðinn er þessi er mikilvægt að undirstrika að flokkurinn er stofnaður á skýrum grunni og hefur skýran tilgang, þ.e. að minna á að ríkið var stofnað til að þjóna fólkinu í landinu en ekki öfugt. Allt vald ríkisins stafar frá fólkinu, sem er hinn sanni valdhafi, ekki báknið, ekki skrifstofuveldið, ekki embættismennirnir, ekki sérfræðingarnir. Ríkið hefur það meginhlutverk að verja frelsi fólks, eignir þess og frið. 

NTC

Stefna flokksins er skýr og góð. Hana má finna inni á vefsíðu flokksins. Frambjóðendur hafa áfram sínar persónulegu skoðanir og sitt málfrelsi, en stefna flokksins talar sínu máli og að henni viljum við öll vinna, því þar er neistinn sem drífur þetta allt áfram. 

Framboð Lýðræðisflokksins hefur nú þegar haft góð áhrif: Skyndilega eru ríkisflokkarnir orðnir sammála um að lækka beri vexti (!),  herða á landamæragæslu (!) o.fl. Frammi fyrir þessu nýja viðmóti þurfa kjósendur að gera upp við sig hvort þeir sem bjuggu til flækjur, kostnað og vandamál séu best til þess fallnir að leysa vandann. 

Helga Dögg Sverrisdóttir er sjúkraliði og grunnskólakennari í 2. sæti lista Lýðræðisflokksins í norðausturkjördæmi.

Sambíó

UMMÆLI