Villi Vandræðaskáld birti í dag á Facebook-síðu Vandræðaskálda drög af tveimur ástarsöngvum en hann var orðinn áhyggjufullu yfir því hvað verður um ástarsöngva á tímum kórónaveirunnar og ákvað að bregðast við ástandinu.
„Annars viljum við Vandræðaskáld senda öllum samstöðu- og baráttukveðjur og hvetjum fólk til að spara ekki pappírinn, enda fullt af öðrum raunverulegum vandamálum til að hafa áhyggjur af,“ skrifa Vandræðaskáld við myndbandið sem má sjá hér að neðan.