Akureyringurinn Birta Fönn K. Sveinsdóttir vinnur um þessar mundir Meistaraverkefni sitt í arkitektúr við Listaháskóla Íslands. Í lokaverkefninu fjallar hún um hvernig væri hægt að endurhanna og stækka Glerárlaug á Akureyri.
„Með þessari skoðunarkönnun vonast ég til þess að fá innsýn í þarfir og álit íbúa á þeirri földu perlu sem ég tel Glerárlaugina vera. Niðurstöður munu nýtast mér við endurhönnun á lauginni til þess að bæta aðstöðu og auka aðdráttarafl hennar þannig að fleiri geti notið hennar til fulls. Könnunin er nafnlaus og með öllu órekjanleg,” segir Birta.
Birta sækist eftir áliti Akureyringa fyrir verkefnið. Taktu þátt í könnuninni með því að smella hér