Lögreglan á Norðurlandi eystra óskar eftir því að þeir viðskiptavinir sem staddir voru á veitingastaðnum Berlín síðastliðinn laugardag, 24. október, á tímabilinu kl. 11:00-14:00, hafi samband við lögregluna.
Í tilkynningu lögreglunnar segir að í dag hafi verið unnið að smitrakningu á Akureyri vegna smits sem kom upp í gærkvöldi. Komið hafi í ljós að smitið tengist inn á veitingastaðinn Berlín.
Best er að hafa samband við lögregluna með skilaboðum á Facebook eða þá í síma 444-2800 á milli kl. 08:00-16:00.