NTC

Vilja göng eða göngu­brú yfir Gler­ár­götu

Skólaráð Glerárskóla og hverfisnefndar Holta- og Hlíðahverfis á Akureyri hefur óskað eftir því við skipulagsráð bæjarins að farið verði í gerð ganga eða göngubrúar á Glerárgötu til þess að bæta öryggi nemenda á leið í skólann. Þetta kemur fram á vef Mbl í dag.

Sjá einnig: Ákærð fyrir að aka á dreng við Hörgárbraut á Akureyri

Óskað er eftir því að gerð verði göng eða göngubrú yfir þjóðveg á svæðinu milli Glerár og hringtorgsins við N1. Þá er óskað eftir því að gangbrautir verði settar víðar í Skarðshlíð og að umferðarhraði í Höfðahlíð verði lækkaður.

Skipulagsráð hefur óskað eftir umsögn skipulagssviðs og umhverfis- og mannvirkjasviðs bæjarins vegna málsins.

Í bréfi skólaráðs kemur fram að nemendur í Glerárskóla sem búa við Lyngholt og Stórholt þurfi að ganga yfir Glerárgötu til þess að komast í skólann en þar sé mikil umferðaræð og slysatíðni sé há.

Gatan hefur verið mikið í umræðunni en nýlega voru sett upp gönguljós við gangbraut á svæðinu.

„Ekki eru nema nokkr­ar vik­ur síðan nem­andi í skól­an­um varð fyr­ir al­var­legu bíl­slysi á þess­um stað og brotnaði illa á læri og mjaðma­kúlu. Það er því afar brýnt að auka um­ferðarör­yggi nem­enda enn meira en gert hef­ur verið,“ seg­ir í bréf­inu.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó