NTC

Vilja fríar tíðavörur í Skagafirði

Vilja fríar tíðavörur í Skagafirði

Lagt er til að byggðarráð samþykki að fela fræðslu- og frístundaþjónustu að veita auknu fjármagni til grunnskóla og félagsmiðstöðva sveitarfélagsins Skagafjarðar til þess að hægt sé að auðvelda aðgengi barna og ungmenna að fríum tíðavörum frá og með hausti 2021.

GREINAGERÐ:

Umræða um fríar tíðavörur á almenningssalernum hefur aukist á undanförnum misserum. Fólk sem hefur blæðingar hefur almennt ekki val um hvenær blæðingar hefjast. Kynþroskaskeiðið getur verið viðkvæmur og flókinn tími fyrir börn og ungmenni á margan hátt. Fyrstu árin eru blæðingar oft óreglulegar og mismiklar. Það getur aukið verulega á kvíða og streitu ungra einstaklinga að óttast að byrja á blæðingum í skólanum og hafa ekki tíðavörur meðferðis. Því myndu aðgengilegar tíðavörur á salernum skóla og félagsmiðstöðva koma til með að minnka stress og auka þægindi. Virðisaukaskattur af tíðavörum var lækkaður úr 24% í 11% þann 1. september 2019 og hefur þannig almennur kostnaður lækkað. Þessi kaup ættu því að vera í líkingu við kaup á salernispappír.

Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir að fela sviðsstjóra fjölskyldusviðs að vinna að undirbúningi þess að unnt sé að auðvelda aðgengi barna og ungmenna í Sveitarfélaginu Skagafirði að fríum tíðavörum frá og með haustinu 2021. Í því skyni verði upplýsinga m.a. aflað hjá mennta- og menningarmálaráðuneytinu og Sambandi íslenskra sveitarfélaga um stöðu þess að tryggja gjaldfrjálsar tíðavörur í skólakerfinu líkt og menntamálaráðherra boðaði fyrr í vetur. Jafnframt verði lagt mat á þann kostnað sem fellur á sveitarfélagið vegna verkefnisins og afstaða Akrahrepps til málsins könnuð til að tryggja rétt barna og ungmenna í Skagafirði til aðgangs að fríum tíðavörum í grunnskólum og félagsmiðstöðvum, óháð sveitarfélagamörkum í firðinum.

Frétt: Trölli.is

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó