Vilja breyta nafni Akureyrar

Vilja breyta nafni Akureyrar

Á fundi bæjarráðs Akureyrarbæjar í gær var lögð fram tillaga um breytingu á heiti sveitarfélagsins. Málið hafði áður verið á dagskrá bæjarráðs 1. nóvember sl. Þá er lagt til að heiti sveitarfélagsins verði breytt úr Akureyrarkaupstað í Akureyrarbæ.

Í daglegu tali er ýmist talað um Akureyri og Akureyrarbæ en örsjaldan Akureyrarkaupstað.
Höllu Margréti Tryggvadóttur, sviðsstjóra stjórnsýslusviðs, var falið að vinna tillögu að málinu og óska umsagnar örnefnanefndar um breytingatillöguna. Forsenda breytingarinnar er að örnefnanefnd samþykki hana.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó