Vilhjálmur Ingimarsson er látinn

Vilhjálmur Ingimarsson er látinn

Vilhjálmur Ingimarsson, stjórnarmaður í Sundfélaginu Óðni og dómari til margra ára varð bráðkvaddur þann 8. apríl síðastliðinn aðeins fertugur að aldri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sundfélaginu Óðni þar sem Vilhjálms er minnst með fallegum orðum.

„Villi hefur starfað í nokkur ár í stjórn Óðins og þar af í eitt ár sem varaformaður. Hann var afar virkur dómari og hélt utan um dómaramál fyrir félagið. Hann áætlaði að ljúka yfirdómararéttindum nú í apríl. Villi var duglegur og bóngóður og alltaf tilbúinn að starfa fyrir Óðinn. Hann var einnig góður félagi með góða nærveru og hans verður sárt saknað. Hugur okkar er hjá fjölskyldu Villa, Erlu konu hans sem starfar í foreldrafélagi Óðins og börnunum hans sem bæði æfa sund með félaginu.Stjórn Óðins sendir fjölskyldu Vilhjálms innilegar samúðarkveðjur á þessum erfiðu tímum,“ segir í tilkynningunni.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó