NTC

Vildi IKEA köku á afmælisdaginn

Kakan glæsilega

Kakan glæsilega

Við rákumst á ansi skemmtilega frásögn á Facebook síðu IKEA í dag en þar segir Jóna Sigurðardóttir frá því að hún hafi bakað köku í tilefni afmæli sonar síns. Jóna sem kallar sig Jóna Prjóna segir að sonur sinn, Baldur sé mikill aðdáandi IKEA og sæki búðina 2-4 sinnum í viku.

Í heimsóknum sínum fær Baldur sér franskar kartöflur og skoðar mannlífið í versluninni. Þegar Baldur átti afmæli í síðustu viku bað hann því mömmu sína að gera IKEA köku. Jóna sem er snjall bakari varð að sjálfsögðu að ósk sonar síns og gerði þessa fínu IKEA köku sem sjá má hér að neðan.

Við á Kaffinu viljum nýta tækifærið og óska Baldri til hamingju með afmælið og Jónu til hamingju með þessa fallegu köku.

Glæsileg kaka

Glæsileg kaka

Sambíó

UMMÆLI