Vikulangt gæsluvarðhald vegna rannsóknar á andláti konu á Akureyri

Vikulangt gæsluvarðhald vegna rannsóknar á andláti konu á Akureyri

Karlmaður var í gærkvöld úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna rannsóknar á andláti konu í íbúð í fjölbýlishúsi í Naustahverfi á Akureyri. Maðurinn er grunaður um að hafa valdið dauða konunnar. Þetta kemur fram á RÚV.

Klukkan 04:30 aðfaranótt mánudags var lögreglan á Norðurlandi eystra kölluð að fjölbýlishúsi á Akureyri.Fyrstu lögreglumönnum sem komu á vettvang var vísað á meðvitundarlausa konu í íbúðinni og hófust endurlífgunartilraunir þegar í stað. Læknir og sjúkraflutningamenn komu einnig á vettvang en tilraunir til endurlífgunar báru ekki árangur og var konan úrskurðuð látin á vettvangi.

Í íbúðinni var annar einstaklingur og var hann handtekinn í þágu rannsóknar málsins og nýtur réttarstöðu sakbornings. Hann hefur nú verið úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald.

Rannsókn málsins er í höndum lögreglunnar á Norðurlandi eystra, sem nýtur aðstoðar tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó