Íþróttamaður Akureyrar, Viktor Samúelsson keppir í kvöld á heimsmeistaramótinu í kraftlyftingum. Mótið fer fram í Orlando á Flórída og keppir Viktor í opnum flokki. Þetta er í fyrsta skpti sem Viktor tekur þátt í stórmóti í opnum flokki en áður hefur hann keppt í yngri aldursflokkum með mögnuðum árangri
„Stefnan er ađ stimpla sig inn međ gott total og sanna fyrir sjálfum mér og öđrum hvađ koma skal á komandi árum,“ segir Viktor á Facebook síðu sinni í dag.
Keppni hefst klukkan 22:30 í kvöld á íslenskum tíma og hægt er að fylgjast með mótinu HÉR
UMMÆLI