NTC

Viktor Samúelsson íþróttamaður KFA 2016

Viktor ásamt Grétari Skúla, formanni KFA

Viktor ásamt Grétari Skúla, formanni KFA

Viktor Samúelsson var i dag útnefndur íþróttamaður KFA árið 2016.

Viktor hefur unnið mörg afrek á árinu en hann er í 7 sæti á heimslista í -120kg flokki 2016. Íslandsmeistari í klassískum, klassískri bekkpressu, kraftlyftingum og bekkpressu. Hann vann silfur á HM u23 í bekkpressu, gull og stigahæstur á EM u23 í bekkpressu, brons á HM u23 í kraftlyftingum og 6 sæti á HM í kraftlyftingum.

Hann hefur slegið fjölmörg íslandsmet ungmenna og opnum flokki og lauk sýnu síðasta móti í ungmennaflokki og bætti við sig 6 norðurlandametum í -120kg flokki (bæði ungmenna og opnum). Hans besti árangur 2016 er 375kg í hnébeygju, 315kg í bekkpressu og 322,5 í réttstöðulyftu.

Björk Óðinsdóttir og Kingólfur Þór Ævarsson voru útnefnd lyftingafólk ársins en Hulda B. Waage og Viktor Samúelsson kraftlyftingafólk ársins.

Sambíó

UMMÆLI