Viktor og Hulda stigahæst á Íslandsmeistaramótinu

Viktor Samúelsson hefur slegið ófá Íslandsmet á sínum ferli.

Vikt­or Samú­els­son og Hulda B. Waage úr Kraft­lyft­inga­fé­lagi Ak­ur­eyr­ar urðu stiga­hæst á Íslands­meist­ara­mót­inu í kraft­lyft­ing­um sem fór fram á Ak­ur­eyri um síðustu helgi í um­sjón Kraft­lyft­inga­fé­lags Ak­ur­eyr­ar. Þau urðu einnig stigahæst þegar keppt var í bekkpressu.

Í karla­flokki var Vikt­or Samú­els­son, KFA, stiga­hæst­ur með 581,9 stig. Vikt­or lyfti 387,5-302,5-320 eða sam­tals 1.010 kg sem er nýtt Íslands­met í -120 kg flokki. Hné­beygj­an og rétt­stöðulyft­an eru líka per­sónu­leg­ar bæt­ing­ar og bæt­ing­ar á Íslands­met­um.

Í kvenna­flokki var Hulda B. Waage, KFA, stiga­hæst með 473,9 stig. Hulda lyfti 215-130-177,5 og jafnaði Íslands­metið sam­an­lagt í -84 kg flokki með 522,5 kg. Hné­beygj­an er nýtt Íslands­met í flokkn­um.

Íslands­meist­ara­mótið í bekkpressu var haldið sam­hliða og þar urðu Vikt­or og Hulda einnig stiga­hæst.

Í karla­flokki var Vikt­or Samú­els­son, KFA, stiga­hæst­ur, en hann lyfti 295 kg í -120 kg flokki. Ann­ar var Alex Cambray Orra­son, einnig úr KFA, en hann setti nýtt Íslands­met í -105 kg flokki með 251,5 kg.

Í kvenna­flokki var Hulda B. Waage stiga­hæst, en hún lyfti 133 kg í -84 kg flokki sem er nýtt Íslands­met. Íris Hrönn Garðars­dótt­ir, KFA, lyfti 90 kg í -84 kg flokki og varð í öðru sæti.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó