NTC

Vigdís Hauksdóttir hjólar í RÚV – „Get ég ekki sagt þessu „sorpriti“ upp?“

Vigdís Hauksdóttir

Vigdís Hauksdóttir, fyrrverandi alþingismaður birti í kvöld ansi harðorða gagnrýni á RÚV á Facebook síðu sinni. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Vigdís lýsir yfir óánægju sinni með Ríkisútvarpið en í kvöld gengur hún svo langt að kalla RÚV „sorprit“.

Vigdís er afar óhress með að ítarlegar upplýsingar um dánarorsök Birnu Brjánsdóttur hafi verið til umfjöllunnar á miðlinum. Margir taka undir með henni, en Kristinn Hrafnsson, fv. fréttamaður RÚV,  svarar henni og segir:

„Vigdís. Það sem er smekklaust og ósiðlegt er að nota þennan harmleik til að opinbera óbeit þína á RUV og undirstrika það með tali um útgjöld til þessa ríkisfjölmiðils“.

Færslu Vigdísar má sjá í heild hér að neðan.

Vigdís er afar óhress með RÚV

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó