Alvarlegur öryggisbrestur varð þegar viðkvæmar trúnaðarupplýsingar úr tölvukerfi grunnskólans á Húsavík urðu aðgengilegar nemendum skólans. Mistökin urðu þegar Advania var að uppfæra tölvukerfi Borgarhólsskóla á svo kallað ský en mistök urðu í yfirfærslu gagnanna og þau urðu aðgengileg öllum í ákveðinn tíma. Rúv greinir frá þessu í dag en hafa þar eftir sveitarstjórar Norðurþings að tjónið sé minna en óttast hafi verið í fyrstu. Þó sé málið engu að síður litið mjög alvarlegum augum.
Á meðan á þessu stóð gat hver sem er skoðað viðkvæm persónugögn skólans en ekki margir vissu af þessu og því aðeins örfáir sem náðu að nýta sér þetta, er haft eftir Kristjáni Þór Magnússyni, sveitarstjóra Norðurþings.
Atvikið var strax tilkynnt til Persónuverndar og lögreglu en skýrsla um mistökin mun liggja fyrir strax eftir helgi og kemur þá í ljós hversu víða gögnin fóru.
UMMÆLI