Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra fullyrðir í samtali við fréttastofu RÚV að það muni ganga fljótt og vel fyrir sig að gera við vegaskemmdir sem urðu vegna vatnavaxta norðanlands og víðar. Fjármunirnir í slík verkefni séu að mestu leyti til staðar.
„Ég hef nú ekki séð nákvæma samantekt yfir það tjón sem varð. Það varð talsvert tjón. Við erum með ágæta fjármögnun á viðhaldi og Vegagerðin forgangsraðar eftir því hvar þörfin er mest. Og það þarf að byrja á að laga svona hluti,“ segir Sigurður Ingi í samtali við fréttastofu RÚV.
UMMÆLI