NTC

Viðar vill breyta nafninu sínu í Enski

Viðar „Enski“ Skjóldal.

Viðar Skjóldal er orðinn vel þekktur meðal Íslendinga fyrir að halda uppi snapchat-aðganginum Enski boltinn. Viðar var gestur í morgunþættinum Brennslunni á FM957 í morgun þar sem hann sagði þeim frá auknum vinsældum sínum á snapchat og að hann gæti vel hugsað sér að breyta nafninu sínu í Viðar Enski Skjóldal.

Þá sagði hann nú þegar væru langflestir sem kölluðu hann Enski og því væri það ekki svo vitlaust að breyta bara nafninu í þjóðskrá. Hann vildi þó meina að honum yrði sennilega bannað það.

Sambíó

UMMÆLI