Framsókn

Viðar Logi á eftirsóknarverðum lista Forbes fyrir velgengni á sviði lista og menningar

Viðar Logi á eftirsóknarverðum lista Forbes fyrir velgengni á sviði lista og menningar

Dalvíkingurinn Viðar Logi Kristinsson er á lista yfir 30 einstaklinga yngri en 30 ára sem hafa náð hvað mestri velgengni á sviði lista og menningar í Evrópu árið 2024. Viðar spjallaði við Vísi um árangurinn sem hann segir súrealískan.

„Það er sérstaklega súrrealískt fyrir millistéttarstrák frá Dalvík að vera á lista meðal þessara brautryðjenda,“ segir Viðar Logi í samtali við Vísi.

Í umfjöllun Vísis kemur fram að Viðar Logi hefur unnið náið með tónlistarkonunni Björk Guðmundsdóttur á undanförnum árum og meðal annars myndað forsíðumynd fyrir plötu hennar Fossora. Hlaut myndin tilnefningu sem plötuumslag ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum. Sömuleiðis hefur hann skotið tónlistarmyndbönd Bjarkar og séð um listræna stjórnun. 

Nánar er rætt við Viðar á vef Vísis hér.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó