Viðar „Enski“ Skjóldal er látinn

Viðar „Enski“ Skjóldal er látinn

Viðar Skjóldal, iðulega kallaður „Enski,“ er látinn, 39 ára gamall. Hann lést á heimili sínu á Spáni síðastliðinn sunnudag. Í samtali við mbl segir faðir Viðars að hann hafi látist úr hjartaslagi.

Viðar skilur eftir sig eiginkonu, þrjá fóstustyni og eina dóttur.

Viðar kallaði sig ávallt Akureyring, enda uppalinn hér, en hafði búið á Spáni síðastliðin þrjú ár tæp og fyrir það verið búsettur á Höfuðborgarsvæðinu. Viðar var á tímabili ein stærsta samfélagsmiðlastjarna landsins. Hann hélt uppi Snapchat reikningnum „Enskiboltinn“ þar sem hann fjallaði um enska boltann og þá sérstaklega um Liverpool, en hann var dyggur stuðningsmaður liðsins. Viðurnefnið Enski er dregið af ástríðu hans fyrir enska boltanum og lét hann hafa eftir sér í viðtali á FM957 að allir nema móðir hans kölluðu hann því nafni.

Blessuð sé minning hans.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó