NTC

Victor, Jónas og ökusveinninn

Victor, Jónas og ökusveinninn

Addi og Binni halda áfram þar sem frá var horfið í síðasta þætti. Að þessu sinni er Helreið Selmu Lagerlöf komin á hvíta tjaldið þar sem leikstjóri myndarinnar spilar stóra rullu. Ritstjóri í miðju sorgarferli sér myndina í nýju og glæsilegu kvikmyndahúsi á Akureyri en við það tekur líf hans umskiptum. Eða hvað?

Þátturinn er tekinn upp í Stúdíó Sagnalist í Kristnesi. Arnar og Brynjar spjalla um gengnar kynslóðir og gleymda atburði yfir kaffibolla. Sannar og lognar sögur af aðli og almúga í hlaðvarpi Sagnalistar – Sagnalist með Adda & Binna.

Sambíó

UMMÆLI