Framsókn

Vetur konungur lætur til sín taka – MYNDIRSumir eru undirbúnari en aðrir. Ljósmynd: Jóhann Auðunsson

Vetur konungur lætur til sín taka – MYNDIR

Akureyringar vöknuðu heldur betur við vetrar aðstæður í morgun, en það snjóaði þungt í nótt og þegar þessi frétt er skrifuð snjóar enn. Snjónum fylgir á köflum mikið rok og er því um sannkallaða stórhríð að ræða. Samkvæmt spám Veðurstofunnar mun vindurinn ekki hægja á sér fyrr en á morgun, en úrkomunni ætti að linna að mestu leyti í kvöld eða í nótt.

Svona leit færðarkort Vegagerðarinnar út þegar klukkuna var að ganga hálf ellefu í morgun. Flestir vegir norðan heiða eru nú annað hvort merktir snjóþaktir eða ófærir.

Óvissustigi vegna snjóflóðahættu hefur verið lýst yfir víða á Norðurlandi. Þar að auki er gul viðvörun í gildi vegna veðurs og er fólki bent á að ferðast ekki nema af brýnni nauðsyn.

Jóhann Auðunsson er góðvinur Kaffisins og sér um þættina „Í vinnunni með Jóa“ á KaffiðTV. Jói náði skemmtilegum myndum af hríðinni snemma í morgun sem fylgja hér með.

VG

UMMÆLI

Sambíó