Bergur Jónsson hjá rannsóknardeild lögreglunnar á Akureyri segir að rannsókn vegna brunans í Hafnarstræti sé nú á frumstigi. Slökkviliðið afhenti lögreglu vettvang brunans klukkan 10 í morgun. Þetta kemur fram á mbl.is.
Sjá einnig: Húsið mjög illa farið eftir brunann
Von er á tæknideild lögreglunnar til Akureyrar síðdegis í dag og þá getur vettvangsrannsókn hafist. Fulltrúi frá húsnæðis- og mannvirkjastofnun mun einnig koma að rannsókninni.
Engar nánari upplýsingar hafa borist til lögreglu vegna líðan mannsins sem fannst rænulaus á miðhæð hússins og var fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur.