NTC

Vetrarhlaupasería LYST og UFA hefst á miðvikudaginn

Vetrarhlaupasería LYST og UFA hefst á miðvikudaginn

Fyrsta hlaupið í vetrarhlaupaseríu LYST og UFA fer fram á miðvikudaginn, 30 október, klukkan 17:30. Í tilkynningu LYST segir að hlaupin henti öllum, hvort sem þú ert byrjandi eða lengra kominn.

„Allir hlauparar byrja og enda á  LYST í Lystigarðinum, þar sem heitt súkkulaði og ljúffeng fiskisúpa bíður þín eftir hvern hlaupatúr! Skemmtileg stemning í vetur, þar sem hver hlaupaleið er einstök,“ segir á vef LYST.

Fyrsta hlaupið er eins og áður segir á miðvikudaginn og síðan verður hlaupið á eftirfarandi dagsetningum:

– **27. nóvember**
– **29. janúar**
– **26. febrúar**
– **26. mars**

Hlaupagjaldið er aðeins 1000 kr og hlaup eftir hlaup verður heitt súkkulaði fyrir alla og fiskisúpa í boði á 2.200 kr.

Fyrir fyrsta hlaup vetrarins er mæting í Lystigarðinn við LYST þar sem hlaupið er ræst til norðurs. þar hlaupið þið út úr garðinum um planið hjá MA. Efst á MA-planinu er farið  yfir Þórunnarstræti, þaðan í suður að og yfir Miðhúsabraut. Hlaupið niður Miðhúsabraut að hringtorgi við Naustagötu, haldið þar áfram suður Naustabraut, upp Wilhelmínugötu, beygið til hægri og hlaupið norður Kjarnagötu. Við hringtorgið á Kjarnagötu haldið þið áfram niður Naustagötu, beygið til vinstri og hlaupið Naustabraut og Miðhúsabraut að Þórunnarstræti  þar sem þið farið aftur yfir Miðhúsabraut. Hlaupið norður Þórunnarstrætið að MA sömu leið og endið hjá LYST. Leiðin er 6 km.

Meiri upplýsingar hér

Sambíó

UMMÆLI