Vetrarbrautskráning HA – Viðurkenningar fyrir námsárangur og heiðursviðurkenning GóðvinaHulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir hlaut heiðursviðurkenningu Góðvina. Ljósmynd: Háskólinn á Akureyri / Sindri Swan

Vetrarbrautskráning HA – Viðurkenningar fyrir námsárangur og heiðursviðurkenning Góðvina

Laugardaginn 15. febrúar fór í þriðja skiptið fram Vetrarbrautskráningarathöfn Háskólans á Akureyri. Athöfnin var ætluð kandídötum sem fengu brautskráningarskírteini sín í október 2024 og þeim sem brautskráðust 15. febrúar síðastliðinn. Alls brautskráðust 88 kandídatar af tveimur fræðasviðum í október og febrúar. Af þeim brautskráðust 5 kandídatar úr tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík sem í boði er sem staðnám við Háskólann á Akureyri vegna samstarfs háskólanna tveggja.

Ýmsar viðurkenningar voru gefnar á hátíðinni. Viðurkenningu fyrir góðan námsárangur hlutu eftirtaldir:

Heilbrigðis-, viðskipta- og raunvísindasvið:

  • Grunnnám: Aðalheiður Ýr Thomas, hæsta einkunn í grunnnámi við sviðið
  • Framhaldsnám: Einhildur Ýr Gunnarsdóttir, hæsta einkunn í framhaldsnámi við sviðið

Hug- og félagsvísindasvið:

  • Grunnnám: Ægir Björn Gunnsteinsson, hæsta einkunn í grunnnámi við sviðið
  • Framhaldsnám: Kristjana Jónsdóttir, hæsta einkunn í framhaldsnámi við sviðið

Heiðursviðurkenning Góðvina

Frá árinu 2004 hafa Góðvinir Háskólans á Akureyri heiðrað kandídata sem hafa unnið óeigingjarnt starf í þágu háskólans með því til dæmis að kynna hann, efla félagslífið og/eða sitja í hagsmunanefndum fyrir hönd stúdenta. Berglind Ósk Guðmundsdóttir formaður Góðvina flutti ávarp og veitti Huldu Dröfn Sveinbjörnsdóttur, sem brautskráðist með ML gráðu í lögfræði frá Lagadeild 15. október, viðurkenninguna. Í umsögn um Huldu sagði Berglind Ósk meðal annars: „Hulda Dröfn tók virkan þátt í kynningarstarfi háskólans allan þann tíma sem hún stundaði nám við háskólann, bæði í grunn- og framhaldsnámi. Hulda mætti ætíð boðin og búin á Háskóladaginn og Opinn dag þar sem hún var sérstaklega ötull talsmaður Lagadeildar og einnig háskólans í heild. […] Þeir sem þekkja Huldu Dröfn bera einungis af henni gott orðið. Hún er jákvæð, kraftmikil og traust, þeim verkefnum sem henni er falið sinnir hún ætíð af alúð.“

Athöfninni var streymt á Facebook síðu háskólans og geta áhugasöm horft á upptöku af athöfninni hér.

Sambíó
Sambíó