Gæludýr.is

Verslun Geysis á Akureyri lokað

Verslun Geysis á Akureyri lokað

Fataversluninni Geysi við Hafnarstræti 98 í miðbæ Akureyrar hefur verið lokað líkt og öllum öðrum Geysisverslunum á landinu.

Starfsfólki verslunarinnar á Akureyri var tilkynnt það í tölvupósti um helgina að öllum verslunum Geysis yrði lokað tímabundið þar til fundin verði lausn á fjárhagsvandræðum fyrirtækisins.

Geysisverslunin á Akureyri var opnuð árið 2011 og hefur verið ein vinsælasta fataverslun bæjarins síðan þá.

Í umfjöllun um málið á vef Vísis segir að verslunum Geysis hafi verið lokað í gær á fyrsta degi febrúarmánaðar og að öllu starfsfólki hafi verið sagt upp störfum. Fyrirtækið hafi verið í rekstrarvanda vegna fárra ferðamanna í kórónuveirufaraldrinum. 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó