Verslanir í Hrísey og Grímsey styrktar um samtals 6,7 milljónirMynd: María Helena Tryggvadóttir

Verslanir í Hrísey og Grímsey styrktar um samtals 6,7 milljónir

Hríseyjarbúðin ehf. hefur hlotið styrk að upphæð 4.730.000 kr. og verslunin í Grímsey að upphæð 2.000.000 kr. á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2022-2036. Að þessu sinni var 30 milljónum kr. úthlutað til verslunar í dreifbýli fyrir árin 2022 og 2023. Samningar vegna styrkjanna verða undirritaðir á næstu dögum.

Markmiðið er að styðja við rekstur dagvöruverslana í minni byggðarlögum fjarri stórum byggðakjörnum til að viðhalda mikilvægri grunnþjónustu. Framlögin eiga að bæta rekstur verslana og skjóta frekari stoðum undir hann, til dæmis með samspili við aðra þjónustu, breyttri uppsetningu í verslunum og bættri aðkomu. Alls bárust ellefu umsóknir og samtals var sótt um kr. 41.549.550.

Nánar á heimasíðu stjórnarráðsins.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó