NTC

Verkfalli lækna aflýst

Verkfalli lækna aflýst

Stjórn og samninganefnd Læknafélag Íslands (LÍ) ákvað í gærkvöldi að aflýsa fyrstu lotu verkfalla lækna eftir að samkomulag náðist um mikilvæg atriði nýs kjarasamnings. Endanlega á eftir að ganga frá samningnum samt sem áður. Verkfallið átti að standa frá miðnætti og standa til hádegis frá mánudegi til fimmtudags þessa vikuna.

„Það er mat stjórnar og samninganefndar LÍ að í þessari stöðu sé hið rétta að aflýsa fyrstu lotu verkfalla. Með því skapast betri forsendur til að ljúka viðræðum fljótt og farsællega,“ segir í tilkynningunni frá LÍ.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó